Verðtygging

Hvað þýðir verðtrygging?  Verðtrygging þýðir það að sá sem lánar peninga fær þá alltaf til baka án þess að skerðing verði á gildi þeirra fjármuna sem hann lánaði í upphafi. Hann fær alltaf vexti umfram þær verðbætur sem vísitala neysluveðrð leggur honum til. Og hvað er vísitala neysluverðs? Það  er sá mælikvarði sem ríkisstjórnin leggu til hliðsjónar þegar reiknað er er út hver er neysla okkar, í hvað við erum að eyða peningum okkar. Burt séð frá allri  ábyrgð stjórnvalda hvað varðar stöðu okkar í dag skulum við ekki gleyma því að, þrátt fyrir að flestir segi að þeir hafi ekki tekið þátt í góðærinu þá er það ekki satt. Allir landsmenn tóku þátt á vissan hátt. Fólk í t.d. byggingarbransanum hefur aldrei haft eins mikið að gera og það fólk tók fegins hendi við allri þeirri vinnu sem í boði var þrátt fyrir að hún væri langt umfram það sem menn töldu eðlilegt. Ágætur vinur minn sem er múrari sem ég hitti reglulega í laugunum sagði mér að hann væri nú loksins komin í þá stöðu að slappa aðeins af og hafa það þokkalegt sem maður. Vinnan á undanförnum mánuðum og árum hafi ekki verið eðlileg en samt tók hann allri þeirri vinna sem bauðst því það þýddi einfaldlega tekjur fyrir hann sem voru langt umfram það sem hann hafði áður þekkt. En snúum okkur aftur að verðtyggingunni. Margir vilja frysta hana um tíma þar sem það komi skuldurum til góða en leiðir til taps þeirra (sem alltaf hafa haft sitt á þurru þ.e lánveitendur) En bíðum aðeins við. Setjum upp dæmi: Jón Jónsson á 100 kr. í banka á verðtryggðum reikningi ( og það er fjöldi fólks sem á smá peninga og hefur geymt þá á verðtryggðum reikningum í mörg ár)Þegar hann lagið 100 kallinn inn kostaði 1 lítra af mjólk 100 kr. Þá er ákveðið að taka vísitöluna úr sambandi og frysta verðbæturnar í, segjum í 6 mánuði. Á meðan hækka allar nauðsynjar og líterinn af mjólk hækkar úr 100 kr. í 120 kr. Peningarnir hans Jóns hafa því rýrnar á þessu tímabili ( og það hefði þess vegna getað verið einn dagur) Sem sagt Jón Jónsson sem átti 100. kall á verðtryggum reikningi fær áfram 100 kall + 4 til 5% vexti af innlögn sinni meðan mjólkurlítrinn hækkar um 20%. Er þetta sanngjarnt til þess að við skuldarar fáum lægri vexti af okkar skuldum í nokkra mánuði? Nei, til þess að gera þetta framkvæmanlegt þarf að frysta verðlag í sama tíma og hvernig ætlar ríkisstjórnin að standa að því. Ég bjó í Noregi í 4 ár frá 1976 til 1980 og þá var verðstöðvun í landinu. Þvottavélin sem ég þurfti að kaupa i upphafi kostaði 100 NKR. minna þegar ég flutti heim í bullandi verðbólgu árið 1980 en meira um það síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Það er bara ekkert réttlæti í því að lán á Íslandi séu yfirhöfuð verðtryggð. Árið 1980 komst á verðtrygging lána á móti voru launin verðtryggð líka. Tvemur eða þremur árum seinna var verðtrygginu launa hætt. Síðan þá hefur verðtrygging lána verið lögleg en siðlaus og tíðkast hvergi í þróuðum löndum nema hér. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Benedikt Guðmundsson

Ég er alveg sammála þér um um réttlætið en málið snýst ekki um það frekar en fyrri daginn. Þegar ég fór til náms hófst verðtrygging námslána 1976 og ég fékk nokkrar krónur hjá LÍN. Þær krónur enduðu í, þegar ég kom heim, í einhverjum millj. kr. sem ég hef verið að borgaða af frá árinu 1980 til 2005. Sennilega hef ég á þessum árum borgað margföld námslán ( að mínu mati) en sennilega hafa stjórnendur LÍN talið sig vera að tryggja hagsmuni þeirra sem að eftir komu. Þannig er verðtryggingin. Þeir sem lán fá sitt en við hin verðum alltaf að borga allt í botn hvað sem á gengur langt umfram það sem eðlilegt getur talist

Benedikt Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband