15.3.2009 | 18:49
Prófkjör flokkanna
Merkileg þessi prófkjör sem fram hafa farið nú um helgina. Óbreyttum þingmönnum flokkanna var sparkað en frontarnir halda sínu. Þjóðin virðist vera að refsa þeim sem minnstu áhrif hafa innan flokkseigendaklíkunnar. En það sem er merkilegast er þátttakan í þessum prófkjörum er hversu léleg þátttakan er. Af 20 þúsund kjósendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kjósa aðeins rúm átta þúsund. Víða um land er þátttakan svipuð eða verri hlutfallslega. Hvað skyldi valda því? Er þetta aðferðin sem almenningur notar til að sýna óánægju sína? Ég held ekki en ég átta mig samt ekki á hvað veldur. Ef almenningur er óánægður ber honum að mæta á kjörstað og hafa áhrif á hverjir komast til áhrifa fyrir flokkana
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.