16.11.2008 | 11:35
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember, síðan árið 1996 samkvæmt tillögu menntamálaráðherra. Fyrir nokkrum árum tóku sig saman nokkrir unnendur skáldsins og lögðu drög að stofnun félags sem hefði það að markmiði að eignast Hraun í Öxnadal, þar sem skáldið ólst upp að hluta. Allt gekk eftir og var hluti jarðarinnar friðlýstur af þáverandi umhverfisráðherra, Jónínu Bjartmars, 10. maí 2007. Á Hrauni hefur verið komið upp minningarstofu um Jónas þar sem brugðið er upp myndum úr ævi hans og lýst áhrifum hans á íslenska menningu og sögu. Þar hefur einnig verið innréttuð íbúð fyrir skáld, rithöfunda og fræðimenn og opnaður fólkvangur og útivistarsvæði fyrir almenning. Enginn efast um að Jónas var eitt magnaðasta skáld landsins fyrr og síðar og þar sem mér er ómögulegt að gera upp á milli ljóða skáldsins enda ég þennan pistil á ljóði eftir fyrsta ráðherra landsins, Hannesi Hafstein, um Jónas og heimastöðvar hans Hraun í Öxnadal.
Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla"
lék í ljósi sólar,
lærði hörpu að stilla
hann sem kveða kunni
kvæðin ljúfu, þýðu,
skáld í muna og munni,
mögur sveitablíðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.