Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.3.2009 | 18:49
Prófkjör flokkanna
Merkileg þessi prófkjör sem fram hafa farið nú um helgina. Óbreyttum þingmönnum flokkanna var sparkað en frontarnir halda sínu. Þjóðin virðist vera að refsa þeim sem minnstu áhrif hafa innan flokkseigendaklíkunnar. En það sem er merkilegast er þátttakan í þessum prófkjörum er hversu léleg þátttakan er. Af 20 þúsund kjósendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kjósa aðeins rúm átta þúsund. Víða um land er þátttakan svipuð eða verri hlutfallslega. Hvað skyldi valda því? Er þetta aðferðin sem almenningur notar til að sýna óánægju sína? Ég held ekki en ég átta mig samt ekki á hvað veldur. Ef almenningur er óánægður ber honum að mæta á kjörstað og hafa áhrif á hverjir komast til áhrifa fyrir flokkana
16.11.2008 | 11:35
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember, síðan árið 1996 samkvæmt tillögu menntamálaráðherra. Fyrir nokkrum árum tóku sig saman nokkrir unnendur skáldsins og lögðu drög að stofnun félags sem hefði það að markmiði að eignast Hraun í Öxnadal, þar sem skáldið ólst upp að hluta. Allt gekk eftir og var hluti jarðarinnar friðlýstur af þáverandi umhverfisráðherra, Jónínu Bjartmars, 10. maí 2007. Á Hrauni hefur verið komið upp minningarstofu um Jónas þar sem brugðið er upp myndum úr ævi hans og lýst áhrifum hans á íslenska menningu og sögu. Þar hefur einnig verið innréttuð íbúð fyrir skáld, rithöfunda og fræðimenn og opnaður fólkvangur og útivistarsvæði fyrir almenning. Enginn efast um að Jónas var eitt magnaðasta skáld landsins fyrr og síðar og þar sem mér er ómögulegt að gera upp á milli ljóða skáldsins enda ég þennan pistil á ljóði eftir fyrsta ráðherra landsins, Hannesi Hafstein, um Jónas og heimastöðvar hans Hraun í Öxnadal.
Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla"
lék í ljósi sólar,
lærði hörpu að stilla
hann sem kveða kunni
kvæðin ljúfu, þýðu,
skáld í muna og munni,
mögur sveitablíðu.
16.11.2008 | 00:24
Verðtygging
15.11.2008 | 21:34
Laugardagskvöld
Loksins fann ég efni sem mig langar að skrifa um (a.m.k. núna) en það er þátturinn sem var að ljúka á RÚV sem nefnist Laugardagskvöld. Þessi þáttur hafði allt upp á bjóða, skemmtilegheit, óvænta gesti, tilfinningar og hjartaslátt. Gestur kvöldsins,utan við það er að vera gullfalleg og góður tónlistamaður, þá hefur hún svo mikið að gefa. Þátturinn fór á skrið þegar Jogvan mætti og ég tala nú ekki um þegar systur Eyvörar mættu þó ég tali ekki um þegar pabbi hennar mætti. Svona á að byggja upp þátt , hæg og hljóðlát í byrjun og síðan magnast spennan og endar í hápunkti þar sem allir fallast í faðm end of the story. Ég þakka fyrir skemmtilega kvöldstund.
14.11.2008 | 12:08
Það er nú eða aldrei
Ég hef lengi verið með þessa bloggsíðu í gangi en verið arfaslakur við að færa hugleiðingar mínar inn á síðuna. En nú er sem sagt tímabært að hefjast handa. Annaðhvort heldur maður úti einhverju röfli á síðunni eða lokar henni. Ég er hinsvegar ekkert sérlega vel að mér um hvernig þetta kerfi virkar og langt í land að síðan verði fullsköpuð. Ég þarf að þreifa mig áfram og fá upplýsingar um eitt og annað sem ég hef ekki hugmynd um hvernig á að setja inn og hvort maður má t.d. setja aðra bloggara inn sem bloggvini án þeirra heimildar sem og vitna í hvaðeina með tengingu á viðkomandi. Vonandi er einhver þarna úti sem les þetta og getur leiðbeint mér því þótt það séu ágætar leiðbeiningar á blog.is er alltaf gott að geta spurt einhvern jöfnum höndum.